Viðgerðir á holum – fljótt, snyrtilegt og endist.
Holuviðgerðir bjóða upp á REPHALT®, kalt viðgerðarmalbik sem er hannað fyrir hraðar og endingargóðar viðgerðir á holum og skemmdum í malbiki. Efnið er lagt kalt, harðnar með vatni og er hægt að aka á því nánast strax eftir lögn. Lausnin hentar jafnt fyrir litlar viðgerðir sem stærri svæði, svo sem innkeyrslur, bílastæði og skurði. REPHALT® virkar við krefjandi aðstæður og er hægt að vinna með efnið jafnvel við hitastig örlítið undir 0°C. Með réttri þjöppun fæst slitsterkt yfirborð sem endist vel og lítur snyrtilega út.
Framkvæmd
Skrefin eru einföld eins og sést hér að neðan.
Skref fyrir skref
Hreinsa
Fjarlægðu laust efni og óhreinindi.
Setja efni og móta
Settu efnið í holuna, dreifðu jafnt og mótaðu yfirborðið með hrífu eða spaða og hafðu örlítið yfirfyllt.
Bleyta
Bleytið malbikið með u.þ.b. 2% vatni.
Þjappa
Þjappaðu vel. Endurtaktu ef þarf.
Viðskiptavinir
Fyrirtæki sem hafa keypt af okkur
Hafa samband
Fá verð, ráðgjöf eða magnreikning